ÍA beið ósigur fyrir Fram Sjötta umferð Símadeildar karla í knattspyrnu hófstí kvöld með þremur leikjum.

FH-ingar sigruðu Blika í Kópavogi með tveimur mörkum gegn einu. Kristján Brooks kom heimamönnum yfir á 18. mínútu, en á þeirri 32. jafnaði Atli Viðar Björnsson metin og var staðan í hálfleik 1:1. Gamla kempan Hörður Magnússon, sem kom inn á sem varamaður, skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Með sigrinum komst FH upp að hlið Fylkismanna, sem verma efsta sætið með 11 stig.

Framarar kræktu í sín fyrstu stig í sumar, þegar þeir lögðu ekki minna lið en ÍA að velli á Laugardalsvellinum í kvöld. Ásmundur Arnarsson skoraði eina mark leiksins á 41. mínútu eftir sendingu frá Daða Guðmundssyni. Ásmundur tók boltann á lofti og hamraði hann í netið, glæsilegt mark. Skagamenn misstu hér með af tækifæri til að komast í toppsætið, en þeir hafa 10 stig.

Í þriðja leik kvöldsins unnu Eyjamenn Keflvíkinga, 1:0. Tómas Ingi Tómasson, sem verið hefur Eyjamönnum mikill liðsstyrkur, skoraði markið á 38. mínútu, en í fyrri hálfleik léku heimamenn undan sterkum vindi. Keflvíkingar léku með vindinn í bakið í síðari hálfleik og sóttu stíft, en næst komust þeir að því að skora þegar fast skot þeirra hafnaði í stöng Eyjamanna, rétt undir lok leiksins.

KR og Valur eigast við annað kvöld að Hlíðarenda, en sjöttu umferð lýkur þann 19. júlí, en honum var frestað vegna leik Grindvíkinga í Intertoto keppninni í dag.

Staðan í deildinni er þessi:

1. Fylkir…….11
2. FH…….11
3. ÍA…….10
4. ÍBV…….10
5. Grindavík…….9
6. Keflavík…….9
7. KR…….7
8. Valur…….7
9. Breiðablik…….6
10. Fram…….3