Í dómarahorninu á gras.is var eftirfarandi text:

Spurning: Er einhverjar reglur sem banna mönnum að pressa á markmann þegar hann annað hvort hendir frá marki eða tekur útspörk? Yrði dæmd aukaspyrna ef maður setti fótinn fyrir þegar markmaður væri að taka útspark og leikmaðurinn næði boltanum?

kveðja, ÁG

——————

Svar: Svarið við þessari spurningu er já. Í 12. grein knattspyrnulaganna (sjá ksi.is) er m.a. að finna eftirfarandi ákvæði:

Óbein aukaspyrna er (einnig) dæmd liði mótherjanna, ef leikmaður að mati dómarans hindrar markvörðinn í að losa sig við knöttinn úr höndum sínum.
Þetta ákvæði er túlkað mjög strangt og hefur reyndar öðlast aukið vægi eftir að sú regla var tekin upp að markvörðurinn hafi aðeins sex sekúndur til þess að koma knettinum í leik eftir að hann nær á honum valdi.

————-

Í leik Grindavíkur og ÍBV á miðvikudaginn sparkaði Tómas Ingi í boltann þegar Albert var að dripla og lagði þar með upp mark Eyjamanna, og miðað við reglurnar virðist það ekki hafa verið löglegt, eða hvað? Má maður ekki standa nálægt markmanninum þegar hann er að reyna að koma boltanum frá sér eða má maður standa við hliðina á honum(eins og Tómas Ingi gerði) og pota síðan í boltann þegar markmaðurinn fer eitthvað að „leika" sér með hann?

Ég er helst á því að þetta mark hafi ekki verið löglegt, en það skiptir kannski ekki svo miklu, þar sem við skoruðum þrjú gullfalleg mörk og unnum leikinn en Eyjamenn laumuðu bara inn einu lúalegu marki :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _