Hoddle  bætir í gat Campbells Nú þykir víst að Hoddle, stjóri Tottenham muni reyna að fá Michael Duberry, varnarjaxlinn hjá Leeds, til að fylla í skarðið sem Campbell skilur eftir sig. Það er svosem vandfyllt en Duberry fékk ekkert of mikið að spila fyrir Leedsara þar til hann meiddist í haust þannig að hann missti nánast af tímabilinu. Þrátt fyrir að sagt hafi verið að hann ætti framtíð hjá félaginu og hann sjálfur hafi lýst því yfir að hann ætlaði sér að vera og berjast um sæti, er ekki ólíklegt að hann fari fyrir eins og fimm millur. Í vörninni eru fyrir; Ferdinand, Woodgate, Radebe og svo hafa bæði Matteo og Mills verið miðherjar, þannig að það er allt í góðum gír hjá Leeds. Duberry kom frá Chelsea sumarið ´99 fyrir fjórar og hálfa og er nagli. Hann er bara 25 svo hann á nóg eftir.

George Graham er talinn líklegastur sem næsti stjóri Southamton. Hann hefur verið í viðræðum Rubert Lowe, stjórnarformann að undanförnu. Lowe þessi vildi fá Harry Redknapp, sem nýlega fór til Porthsmouth, David Moyes, stjóri Preston neitaði því hann fékk ekki að ráða þjálfaramálum og David Platt, stjóri Nott Forest hefur sagt nei, þó hann sé ennþá bendlaður við starfið. Graham gæti hefnt sín með að taka við af Hoddle með Southamton. Maður er nú samt eiginlega búinn að missa allt traust á Graham þó hann hafi gert góða hluti í gamla daga með Arsenal.