Öðlingurinn Marc Roger Marc Roger, umboðsmaður Vieira, segir að Vieira sé á förum. Hann hafi meira að segja verið með á fundi þar sem Vieira hafi sagt Wenger og David Dein það persónulega. Þeir viti þetta fullvel en neiti því statt og stöðugt að hann muni fara. Nú sé bara að reyna að redda nýjum díl fyrir kappan því mörg lið séu tilbúin að borga hátt í 30 millur og dobbla launin - upp í amk 60 þús pund á viku - eða meira. Arsenal bauð honum það að vísu líka en það er ljóst að Bergkamp og Pires meðal annars verði ekki glaðir. þeir hafa sagst ætla að endurskoða stöðuna fari Viera. Þessi umbi, Marc Roger er ekki mjög þokkaður af stjórum knattspyrnuliða en hann sá meðal annars um Anelka og er fjármálamaður hinn gráðugasti. Vitað er að Man utd, Barcelona og Real Madrid blanda sér í baráttuna um drenginn auk einhverra liða á Ítalíu.

Craig Bellamy er að öllum líkindum að fara frá Coventry til Newcastle, eftir að 6 milljóna tilboði var tekið. Hann var keyptur þangað fyrir ári síðan þegar Robbie Keane fór. Newcastle hefur verið að eltast við Michael Bridges hjá Leeds, en hann meiddist aftur í vor + að Leeds vildi ekki selja svo Bellamy er fínn kostur í framlínuna finnst Bobby Robson.