Thuram á förum, en hvert? Það er orðið alveg ljóst að Thuram er á förum frá Parma, en hvert virðist enginn vita! Parma var búið að ganga frá samningi við Lazio en Thuram virðist hins vegar hafa hafnað því að fara til þeirra vegna kynþáttahaturs stuðningsmanna Lazio sem hafa verið kærðir fyrir kynþáttahatur, og því ekki skrýtið að þeldökkur maður vilji ekki fara þangað!

Það nýjasta í stöðunni er það að Thuram sé kominn til Juve, fyrir 22 milljónir punda, miðað við fréttir DV, en það ber þó að taka þeim með fyrirvara :) Annars eru svona leikmannafréttir alltaf frekar ótraustar og erfitt að treysta á þær. Í raun er ekkert að marka þær fyrir en leikmenn eru formlega búnir að skrifa undir samninga!

En það er þó alveg víst að Thuram er á leið frá Parma, ef eitthvað er að marka forseta Parma, Dr. Stefano Tanzi(í hvaða fræðum ætli að hann sé doktor?), en hann sagði í við ítalska útvarpstöð að það væri aðeins ein stórstjarna á leið frá Parma í sumar, og það væri Thuram. Hann sagði að ekkert væri staðfest með Thuram ennþá fyrir utan það að hann myndi spila á Ítalíu á næsta tímabili.

Það verður hvaða liði sem er mikill styrkur að fá Thuram, en jafnframt mikill missir fyrir Parma að missa hann, þetta er einn besta varnarmaður í heiminum, ég held að það sé ekkert launungamál!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _