Wise virðist á förum. Hinn 34 ára gamli Denni dæmalausi, eða Dennis Wise, hjá Chelsea er á faraldsfæti að öllum líkindum. Samþykkt hefur verið tilboð frá Leicester upp á 1,6 millur. Peter Taylor vill fá reynslubolta í liðið, svona gæja sem “hatar að tapa”. Hann Dennis á það til að spila frábærlega, því verður ekki neitað, en hann á það líka til að vera ferlega skapstyggur. Watford reyndi líka að fá hann, en þeir spila í næstu deild fyrir neðan og Wise vill spila með stóru strákunum.
Colin Hutchinson hjá Chelsea segir að Frank Lebouf fari ekki neitt. Manni virtist á öllu að hann væri á leiðinni til Frakklands en Hutchinson harðneitar því. Segir að hann verði að klára samninginn sinn sem er eitt ár í viðbót. Lebouf var gerður að fyrirliða franska landsliðsins á móti Ástralíu um daginn. Sennilega verður hann það ekki áfram því hann var rekinn útaf í leiknum.
Króatinn Mario Stanic er víst að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá fótbolta næstum alla síðustu leiktíð og er hann afar hamingjusamur með það, sem og stjórnarmenn Chelsea. Hann segist hlakka til vetrarins og telur að baráttan um sæti í liðinu verði hörð, þar sem Frank Lampard sé kominn og Petit að öllum líkindum á leiðinni.