Bobby Robson, fyrrverandi stjóri enska landsliðsins, fer ekki fögrum orðum um frammistöðu Wise með enska landsliðinu á yfirstaðinni Evrópukeppni landsliða. Enn fremur varar hann Kevin Keegan við að velja hann oftar í landsliðið, þar sem hann heldur því fram að Wise höndli ekki pressuna. Hann viðurkennir þó að Wise sé góður og einn lykilmaðurinn í liði Chelsea en það séu bara ekki allir í stakk búnir til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar og leika knattspyrnu.