Roma meistarar og leikmenn berháttaðir! Jæja Roma lönduðu loksins titlinum í dag eftir að hafa verið alveg við það í síðustu leikjum. Roma unnu Parma í dag og voru þar með öruggir en Juve og Lazio áttu bæði möguleika á titlinum en þá hefðu Roma menn þurft að tapa sínum leik. Hefðu Roma tapað hefðu Juve orðið meistarar því þeir unnu sinn leik 2-1 á móti Atalanta, Lazio töpuðu hins vegar á móti Lecce.

Leikur Roma og Parma var í beinni á Sýn en ég sá aðeins hluta af honum þar sem ég var að fara á leik Grindavíkur og FC Vilash, en ég sá „skemmtilegt" atvik á 85. mínútu, en þá flautaði dómarinn á brot og áhorfendur héldu greinilega að leikurinn væri búinn(eða voru bara svona heimskir) og þustu inná völlinn. Völlurinn fylltist á örskotsstundu og áhorfendur fóru að afklæða leikmenn liðanna! Totti stóð eftir á naríunum og var Buffon á nærbuxunum einum klæða! Og þá meina ég einum klæða, hanskarnir hans voru teknir sem og skórnir! Á visir.is stóð að hann hefði þurft að spila berhentur, í Roma búning og bara á nærbuxunum :) Leikmenn flúðu inní göngin og eftir því sem ég kemst næst tók 13 mínútur að hreinsa völlinn. Um leið og leiknum lauk hlupu leikmenn(Parma amk, sá ég í fréttunum) inní gönginn til þess að sleppa frá vægast sagt klikkuðum stuðningsmönnum Roma.

Ég verð nú að segja að þetta var vægast sagt heimskulegt hjá stuðningsmönnum Roma því hver veit nema leikurinn hefði verið flautaður af og Parma dæmdur sigur, þ.e.a.s. sigurinn dæmdur af Rómverjum fyrir að geta ekki hamið áhorfendur sína. En þeir sluppu með skrekkinn og unnu titilinn!


Úrslit leikja í dag voru eftirfarandi:

Roma - Parma 3-1
Francesco Totti 19, Vincenzo Montella 39, Gabriel Batistuta 78 - Marco Di Vaio 83.

Brescia - Bari 3-1
Tare 12,36, Dario Hubner 66 - Paulo Poggi 9.

Fiorentina - Napoli 1-2
Nuno Gomez 83 - Nicola Amoruso 48, Edmundo 90.

Inter Milan - Bologna 2-1
Clarence Seedorf 35, Christian Vieri 44 - Cipriani 79.

Juventus - Atalanta 2-1
David Trezeguet 5, Alessio Tacchinardi 64 - Nappi 85.

Lecce - Lazio 2-1
Vasari 47,73 - Hernan Crespo 45.

Reggina - AC Milan 2-1
Morabito 77, Da Costa 82 - Kahka Kaladze 69.

Udinese - Vicenza 2-3
Roberto Sosa 30,37 - Muhammed Kallon 2,11 (víti), Lamberto Zauli 19.

Verona - Perugia 2-1
Seric 22, Marco Salvetti 70 - Tedesco 51.


Lokastaðan í deildinni var eftirfarandi:

1. AS Roma 34 22 9 3 68 31 75
2. Juventus 34 21 10 3 61 27 73
3. Lazio 34 21 6 7 65 36 69
4. Parma 34 16 8 10 51 26 56
————————————
5. Inter Milan 34 14 9 11 47 47 51
6. AC Milan 34 12 13 9 56 47 49
7. Atalanta 34 10 14 10 38 34 44
8. Brescia 34 10 14 10 44 41 44
9. Fiorentina 34 10 13 11 53 52 43
10. Bologna 34 11 10 13 48 53 43
11. Perugia 34 10 12 12 49 53 42
12. Udinese 34 11 5 18 49 59 38
13. Lecce 34 8 13 13 40 54 37
14. Reggina 34 10 7 17 32 49 37
15. Verona 34 10 7 17 40 59 37
————————————
16. Vicenza 34 9 9 16 37 51 36
17. Napoli 34 8 12 14 35 50 36
18. Bari 34 5 5 24 30 65 20


Roma, Juve, Lazio og Parma spila í Meistaradeildinni að ári, eftir því sem ég kemst næst verða Inter og AC Milan í Interoto og Fiorentina í UEFA, ég er þó ekki alveg viss í minni sök. Vicenza, Napoli og Bari eru fallin en Reggina og Verona þurfa að spila um sitt sæti, en annars eru Lecce einnig með jafn mörg stig og Reggina og Verona, þurfa þá öll þrjú liðin að spila um sætið?

Til hamingju með titilinn Roma aðdáendur!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _