Grindavík sigraði FC Vilash Grindavík bar sigur úr býtum fyrsta Evrópuleiks félagsins, þegar liðið lagði FC Vilash að velli, 1:0. Ólafur Örn Bjarnason skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok leiksins, en Sinica Kekic var felldur af liðsmanni FC Vilash innan vítateigs. Leikurinn var liður í Intertoto keppninni, sem Grindvíkingar taka þátt í núna vegna þess að liðið lenti í 3. sæti Landssímadeildarinnar í fyrra. Grindvíkingar vígðu nýjan völl með leiknum, en ný stúka þar tekur 1500 manns í sæti. Liðin eiga eftir að mætast í Azerbaísjan.