Þýðandi og þulur var Þröskuldur Þráinsson Þrátt fyrir að fullyrt hafi verið tuttugu sinnum að John Arne Riise sé á leiðinni frá Monaco til Fulham virðist hann nú samt á leiðinni til Liverpool. Hann var víst alltaf heitur fyrir þeim og mamma hans, hún Berit, er algjör gribba sem segir ýmislegt en meinar oft eitthvað annað. Þegar ensku liðin voru að reyna að ná honum í fyrra gáfust þau upp á kellu sem hækkaði verðið um milljón pund á vikufresti. En hann valdi Liverpool sem þurfa að borga í það minnsta 4 millur sem Fulham ætlaði að gera.

Houllier virðist nauðsynlega þurfa að styrkja hjá sér framlínuna því hann hefur bara Heskey og Fowler og Owen og Litmanen sem eru bara óharðnaðir unglingar. Hann vill fá George Weah frá frönsku liði (man ekki hvaða- þangað sem hann fór frá Man City) til að hjálpa til. Weah er held ég 35 ára og kann öll trikkin.

Newcastle gengur illa að kaupa menn, þeir fara alltaf eitthvert annað. Nú ætla þeir að reyna að fá Boudewijn Zenden, hollenska landsliðsmanninn frá Barcelona fyrir eins og 10 millur. Helst vilja þeir setja spánska varnarmanninn Marcelino upp í og borga bara 6. Það eru víst fleiri lið á eftir honum þannig að miðað við fyrri reynslu efa ég að Newcastle nái honum. Barcelona er líka að bíða eftir svari frá Sol Campell, vilja ekki ákveða neitt fyrr.

Everton hafa boðið Anderlect um 3 millur (4 millj $)í Tomasz Radzinski, markaskorara. Hann hefur skorað 48 mörk í 75 leikjum + 5 í Meistaradeildinni sl vetur. Newcastle hefur verið með fyrirspurnir að undanförnu og einnig hefur Leeds verið að fylgjast með.

Að síðustu sá ég það fullyrt í Sunday People, helgarblaðinu núna, að Vieira ætlaði að fara frá Arsenal. Talið er pottþétt að Skumsararnir reyni að krækja í hann fyrir 22-30 millur en hann langar víst að fara þangað. Vitnað er í leikmenn sem grátbiðja Wenger að leyfa honum það ekki en það er búið að vera svo mikið af mismunandi sögum um piltinn að maður skilur ekkert lengur. Þó er það pottþétt að ef hann verður áfram hjá Arsenal þá fer hann ekki neitt - og öfugt!!!!!!!!!!!1