Buffon buffaður! Það var slæmur dagur hjá Gigi Buffon á miðvikudaginn, leiðindin byrjuðu á því að Parma töpuðu ítalska bikarnum(á Bylgjunni sagði Hörður að Fiorentina hefði tryggt sér ítalska meistaratitilinn:) og Buffon sat bara og horfði á því Matteo Guardalben var í markinu.

En þetta var bara byrjunin því á leiðinni heim, þegar Buffon var á leiðinni uppá þjóðveginn og var nýkominn fram hjá vegtolli var bíll hans blokkaður af u.þ.b. fimmtán lögreglumönnum sem drógu Buffon og vin hans út með valdi! Leyfum Buffon að skýra betur frá atburðunum: „I was about to take the highway, but right after the toll-booth some 15 policemen blocked my car. They got me and my friend off the car by force, and then started to hit us badly, they kicked us and slapped us. No time to say anything. One of them recognized me, but another policeman said he couldn’t care less and so they went on.“

Það var sem sagt bæði sparkað í þá og þeir slegnir og þeir höfðu ekki hugmynd um hvaðan á þá stóð veðrið! Og Buffon bætti við: „My friend got hit quite hard, harder than I got. I still do not understand, everything happened in no time. We didn’t say a word, they wouldn’t let us.”

Buffon sagðist sennilega seint gleyma þessu kvöldi en vonandi gæti hann fengið einhverjar útskýringar á þessu atviki sem fyrst!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _