Úrslitin í bikarnum Meirihluti leikjanna í 32 liða úrslitum Coca Cola bikarsins er lokið og var lítið um óvænt úrslit. Umfjallanirnar um leikina eru fengnar af www.mbl.is.

KR-ingar áttu í vök að verjast í gærkvöldi gegn 1. deildarliði Þróttar. KR-ingar voru afar slakir fyrir hlé, virtust áhugalausir og knattspyrnan var ekki uppá marga fiska - öfugt við Þróttara. Það má velta fyrir sér hvernig leikar hefðu farið ef Þróttur hefði orðið fyrri til að skora. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sigþór Júlíusson úr þröngu færi. Aðeins var liðin rúm mínúta af síðari hálfleik þegar Guðmundur Benediktsson skoraði í stöng og inn eftir aukaspyrnu. Mousso Dagnogo, sem kom inná á 54. mínútu fyrir Gumma Ben, skallaði boltann af öryggi í markið eftir góða sendingu frá Andrew Roddie sjö mín. eftir að hann kom inná. Sigurvin Ólafsson tryggði KR sigurinn eftir mistök hjá markverði Þróttar. KR ingar eru komnir áfram á 4-0 sigri.

Valsmenn komust heldur betur í hann krappan þegar þeir mættu Haukum. Valur vann leikinn, 2:1, og skoraði varnarjaxlinn Jakob Jónharðsson sigurmarkið þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Haukar, sem leika í 2. deildinni, veittu Valsmönnum kröftuga mótspyrnu og á löngum köflum var enginn marktækur munur á liðunum þó að ein deild skilji félögin að.

Fylkismenn lentu í kröppum dansi í Vestmannaeyjum í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar og voru undir 2:1 er tæpar tvær mínútur lifðu leiks en náðu að jafna naumlega. Leikurinn fór því í framlengingu þar sem Ólafur Stígsson kom Fylkismönnum yfir. KFS fékk kjörið tækifæri til að jafna er Heimir Hallgrímsson fékk víti en Kjartan Sturluson varði. Gunnar Þór Pétursson skoraði svo úr vítaspyrnu fyrir Fylki er fáar mínútur voru eftir og innsiglaði sigur úvalsdeildarliðsins.

Víðismenn, sem leika í 2. deild, unnu það afrek á heimavelli sínum í Garði, að tryggja sér rétt til að leika í 16-liða úrslitum, með því að leggja 1. deildar lið ÍR í framlengdum leik 2:1.

KS vann nauman 1:0 sigur á Tindastóli í nágrannaslag en bæði lið leika í 1. deild. Leikurinn var í járnum eftir að Ásgrímur Sigurðsson skoraði á 4. mínútu fyrir heimamenn. Bæði lið fengu ágætis færi til að skora en KS bakkaði þó meira og hélt fengnum hlut allt til leiksloka

Kristján Brooks skoraði þrennu fyrir Blika, sem fögnuðu sigri í Fjarðabyggð á Eskifirði, 5:0.

Guðmundur Steinarsson skoraði fjögur mörk fyrir Keflavík, sem vann stórt í Sandgerði, 9:0. Þorbjörn Atli Sveinsson og Viðar Guðjónsson skoruðu tvö mörk hvor er Fram sigraði Selfyssinga á útivelli, 6:0. Selfyssingar spiluðu manni færri stóran hluta leiksins.

Tekið af www.mbl.is

Úrslit 32 liða úrslit bikarkeppni KSÍ.
Haukar - Valur 1-2
Þróttur R.-KR 0-4
Selfoss- Fram 0-6
KS -Tindastóll 1-0
Fjarðabyggð-Breiðablik 0-5
Reynir S.- Keflavík 0-9
KFS - Fylkir 2-4 (frl)
Víðir -ÍR 2-1 (frl)
Leiknir R. - Grindavík 1-4


Í kvöld (15.júní)

18:00 Víkingur R. - Nökkvi (Ármannsvöllur)
19:00 Keflavík U23 - KA
20:00 Árborg - Stjarnan (Selfossvöllur)
20:00 Sindri - Leiftur
20:00 Víkingur U23 - ÍBV (ÍR-völlur)
20:00 Þór A. - ÍA
20:00 Fram U23 - FH (Framvöllur)