Skoski framherjinn sem KR fékk til reynslu, Barry Lavety, hefur samkvæmt KR-ingar.is verið sendur heim sökum lélegs forms. Á æfingu KR á þriðjudag mun hann hafa fengið krampakast og gat því ekki sýnt listir sínar nema í rúman hálftíma. Hann er í lélegu formi, allt og þungur og tímabilið hér á landi er ekki nægilega langt til að hann megi koma sér í form. KR-ingar hafa verið duglegir við að fá til sín Skota til reynslu, en fyrir nokkru var varnarmaðurinn Sean Sweeney sendur til síns heima. Andy Roddie er einnig skoskur, en hann verður væntanlega með KR gegn Þrótti Reykjavík í kvöld.