Þá er það komið á hreint að Gerrard verður hjá Liverpool, var ég að vona að Chelsea mundu fá hann en er ég samt ánægður að hann skuli styða sitt lið, annað en sumir, en hérna er það sem þeir skrifuðu á fótbolti.net:


Steven Gerrard fyrirliði Liverpool hefur óvænt skipt um skoðun og tekið ákvörðun um að vera hjá Liverpool. Það var aðeins í gær þegar við tilkynntum um að leikmaðurinn væri hættur hjá Liverpool en eins og í fyrra hefur hann nú óvænt skipt um skoðun og er ekki á förum frá félaginu. Rick Parry framkvæmdastjóri Liverpool tilkynnti um þetta í morgun eftir mörg símtöl við Gerrard seint í gærkvöld og í morgun.

,,Ég gæti ekki verið meira ánægður,“ sagði Parry.

,,Hann hefur ákveðið að vera áfram með okkur því hann áttar sig á hvaða þýðingu félagið hefur fyrir honum. Jafnvel þegar hann sagðist vera að fara held ég að þau orð sem hann hafi notað hafi bent til þess að hann hafi virkilega viljað fara. Hann var að tala um síðustu nokkra daga og að þeir hafi verið erfiðir og að hann gæti ekkikomið aftur, hann sagði aldrei beint að hann vildi fara.”

,,Á síðustu 24 klukkutstundum hefur hann hugsað um þetta og vill vera áfram. Hvað okkur varðar þá er þetta það sem við vildum allan tímann. Ég hef beðið Stevie afsökunar ef ég hef misskilið tilfinningar hans. Ég tel að eftir Istanbúl hafi ég talið að ég vissi hvert við værum að fara en en hann hefur augljóslega talið að félagið hafi ekki verið eins ákaft í að halda honum og við hefðum getað verið. Hann var óþreyjufullur.“

,,Það voru eitt eða tvö atriði í samningnum sem hann leit á sem áhugaleysi af okkar hluta, sem var það ekki. Hann skilur það núna. Við höfum gengið í gegnum tilfinningaþrungnar stundir saman, hreinsað allt upp og ég held að þetta gerist ekki aftur.”

,,Ég held að hann sé ekki áfram því hann óttist neikvæð viðbrögð. Ég sagði honum á mánudag að hugsa um stuðningsmennina í Istanbul og spyrja svo sjálfan sig hvernig hann gæti yfirgefið það. Augljóslega hafa síðustu einn tveir dagar ekki verið auðveldir fyrir hann en þetta er ekki ákvörðun af neikvæðum orsökum.“

,,Honum fannst þetta flókið en innst inni var alltaf erfið ákvörðun fyrir hann að segja að hann vildi fara. Við erum allir rosalega ánægðir og ég er enn meira viss en nokkurn tíma áður að hann er bundinn og hann vilji vera hér.”

Já þetta er frábært hjá honum Gerrard og finnst mér að við ættum allir að hrósa honum…….