Enn einn Skotinn til reynslu hjá KR Moussa Dagnogo hefur alls ekki staðið undir væntingum í framlínu KR liðsins. Vesturbæingar hafa ekki gefist upp á því að finna leikmann sem getur fyllt skarð Andra Sigþórssonar því nú hafa þeir fengið skoskan framherja til reynslu. Hann heitir Barry Lavety og er 26 ára gamall. Hann er samkvæmt heimildum stór og sterkur og hefur leikið með liðum á borð við Hiberninan og St. Mirren. Hann á einnig að baki leiki með unglingalandsliðum Skotlands.

Samkvæmt www.visir.is hafa meiðsli hrjáð hann undanfarin ár en kemur víst til landsins í fínu formi engu að síður. Svo gæti vel farið að hann spili með KR-ingum gegn Þrótti í Coca Cola bikarnum á fimmtudaginn.