Mateja Kezman er öllum góðkunnur.

Hann sló fyrst í gegn með Partizan Belgrad og flutti sig þaðan til PSV þar sem hann skoraði 105 mörk á 4 árum.

Svo fór nú að halla undan fæti hjá kappa og fór hann til Chelsea, þar sem hann náði aðeins að skora fjögur mörk.

Spurningin er þessi til áhugamanna!!

Ég sem Man Utd aðdáandi hefði viljað fá hann til liðsins fyrir féð sem Atletico Madrid greiddi fyrir hann, aðeins 5 milljón pund!!!

Er enski boltinn svona erfiður fyrir Kezman eða hefði hann bara þurft aðeins meiri tíma til aðlögunar?

Af hverju er enski boltinn svona erfiður fyrir leikmenn á borð við Kezman, Crespo, Forlán og fleiri!!??