Forystusauðir Serie A, Roma, gerðu jafntefli 2-2 við Napoli í dag á meðan Juventus og Lazio unnu bæði sinn leik og því verður endanlegur meistari ekki krýndur fyrr en í lokaumferðinni.

Hefði Roma unnið Napoli í dag hefði það orðið þeirra fyrsti meistaratitill í 18 ár, og skipti þá engu að Juventus vann Vicenza 3-0 og Lazio Fiorentina með sömu tölum á Ólympíleikvanginum í Róm.

Roma hafði 2-1 forystu þegar 10 mínútur voru eftir þökk sé mörkum þeirra Gabriel Omar Batistuta og fyrirliðans Francesco Totti.

En drengir Fabio Capello fengu á sig mark úr aukaspyrnu frá Fabio Pecchia á 82. mínútu og þurfa nú að vinna Parma í lokaumferð deildarinnar til að tryggja sér titilinn. Roma er á toppnum með 72 stig en Juven og Lazio fylgja þeim fast á eftir með 70 og 69 stig.

Juventus, sem áttu eitt sinn báða markaskorara Napoli í dag, þá Fabio Pecchia og Nicola Amoruso, fá Atalanta í heimsókn þegar lokaumferðin verður spiluð á Sunnudaginn.

Núverandi meistarar Lazio fara til Lecce. Þar sem markamunur er ekki notaður í Serie A þyrftu liðin að spila einn leik geng hvort öðru ef þau enda jöfn að stigum.

Það þýðir að Roma verður að vinna Parma (as if=) til að tryggja sér meistaratitilinn, sem yrði þeirra fyrsti síðan 1983 og aðeins sá þriðji í 74 ára sögu félagsins.

Þetta er í þriðja árið í röð sem Serie A endar ekki fyrr en í lokaumferðinni. Fyrir ári síðan stal Lazio titlinum þegar Juventus klúðraði málum í Perugia og 1999 stal svo AC Milan titlinum af Lazio, með því að vinna Perugia.

Staðan á botninum er einnig æsispennandi þar sem fimm lið berjast um að halda sér uppi. Þrjú þeirra munu falla þar sem Bari er þegar fallið.

Verona náði ótrúlegum 2-1 sigri á Parma og fara því upp um þrjú stig eða í 34, jafnir Lecce en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Bologna. Reggina gerði einnig jafntelfi, 1-1 við Perugia. Eftir tap geng Juventus í dag eru Vizenca með 33 stig, jafnir Napoli.

Af efri hluta deildarinnar er það að segja að Milan “veldin” tryggðu sér bæði sæti í UEFA bikarnum á næstu leiktíð.Milan gerðu 1-1 jafntefli við Brescia á Guseppe Meazza en Inter vann Bari 2-1. Atalanta getur náð hvorugu liðinu eftir slæmt 1-0 tap gegn Udinese.

Fiorentina fara einnig í UEFA bikarinn hvort sem þeir vinn (right), eða tapa (mun líklegra) fyrir Parma í úrslitum Ítalíu bikarsins í næstu viku. (afsakið Fiorentina aðdáendur en ég bara hreinlega má ekki segja neitt slæmt um Parma ;-)