Glenn Hoddle tilkynnti í dag að Gustavo Poyet hefði gengið til liðs við Spurs frá Chelsea, þessi 33 ára gamli miðjumaður skirfaði undir 3 ára samning fyrir félagið.
Ekki var greint frá kaupverðinu, en það hefur hugsanlega verið á bilinu 1 - 2,5 milljón punda.
Það var komið á hreint að Poyet færi frá Chelsea í sumar en það verður að játast að þetta kom mjög á óvart því félögunum tókst að halda fréttamiðlunum alveg fyrir utan þetta.