Þjálfarafréttir úr Evrópu!!!!!! Margir hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Barcelona eftir að Llorenc Serra Ferrer var rekinn. Talað var um Arsene Wenger, Carlos Bianchi, Hector Cuper, jafnvel Ronald Koeman og svo Alex Ferguson. Nú er talið að Charly Rexach, aðstoðarþjálfari hjá Barca verði boðin staðan. Hann er fyrrv. Landsliðsmaður Spánverja og Patrick Kluivert hefur látið hafa eftir sér að honum lítist mjög vel á málið.

Didier Deschamps, leikmaður Valencia og fyrrum leikm. Chealsea segist hættur að spila fótbolta og ætlar að taka að sér þjálfarastöðuna hjá Monaco. Hann er þó ekki nema 32 ára en hefur átt við meiðsl að stríða í allan vetur og ætlar bara heim til France!