Eriksson í ham. Sven Göran Eriksson, dáðasti maður Englands, hefur gefið það út að hann og aðstoaðrmaður hans, Tord Grip, ætli að fylgjast vel með leikmönnum í sumar. Þeir muni fylgjast með æfingum, kynnast þjálfurum betur og mæta grimmt á æfingaleiki. Þeir séu sko alveg tilbúnir til að þvælast milli landa til að horfa á æfingaleiki og svo neyðist hann nú til að mæta á vináttulandsleik Englendinga og Hollendinga sem er settur á þann 15. águst.

Eriksson hefur boðið David Platt, stjóra Nottingham Forest að taka við U-21 liðinu af Howard Wilkinson. Sven Göran vill hafa algjör völd yfir mannskapnum sem sér um þjálfun landsliðanna og líst vel á Platt sem hann þjálfaði eitt sinn hjá Sampdoria. Eriksson var víst fremur full yfir frammistöðu yngra liðsins gegn Grikkjum og vill breytingar. David Platt hinsvegar virðist hafa ýmis tilboð um job, hist og her, svo það er ekkert víst að hann segji “já, takk”.