Fimm leikmenn Norður-Írska landsliðsins voru handteknir í gærkvöld eftir að slagsmál brutust út við dyravörð á skemmtistað í Prag.
Leikmennirnir eru David Healy, Peter Kennedy, Tommy Wright, Glenn Ferguson og fyrirliðinn Michael Hughes.

Að sögn lögreglu í Tékklandi byrjuðu slagsmálin þannig að blómapott var´hent í eða að starfsmanni á skemmtistaðnum, sem er strippklúbbur í miðborg Prag, með þeim afleiðingum að dyravörður sem reyndi að róa hópinn var laminn, þannig að sauma þurfti nokkur spor í gagnaugað.

N-Írarnir voru staddir í Prag eftir að hafa spilað við Tékka í forkeppni HM, og töpuðu leiknum 3-1.

Þeim var svo öllum sleppt nú í kvöld að ég held, en þetta er í ransókn á Tékknesku lögreglunni.