Owen Hargreaves í bobba. Owen litli Hargreaves, Bayern Munchen strákur var valinn í hópinn gegn Mexikó um daginn en fékk frí vegna fagnaðar yfir Meistaraliðatitli. Svo átti hann að spila með England U-21 gegn Grikkjum en þá bárust boð frá læknum Bayern að hann væri meiddur á ökkla og þyrfti í aðgerð. Lítið við því að gera en nú sl helgi spilaði hann eins og engill með Bayern gegn New Jersey Metrostars í USA. Erikson er ekkert allt of hress með þetta en málið er pínku flókið. Owen á enskan pabba og mömmu frá Wales. Alinn upp í Kanada og getur valið milli þessara landa til að spila með landsliði. Hann hefur dvalist í Þýskalandi í 4 ár og ef hann sækir um ríkisfang fengi hann það fljótlega og yrði valinn í landsliðið med det samme. Talið er að hann hafi verið að kaupa sér tíma til að pæla svolítið í þessu en Svenni Görana er viss um að hann muni spila fyrir England. Voðalega getur lífið verið erfitt!