Tyrkneski landsliðsmaðurinn Alpay lýsti því yfir í gær að hann vilji endilega ganga til liðs við Arsenal þar sem hann geti vel fyllt í spor Tony Adams hjá Gunners.

Alpay hefur aðeins verið í eitt ár hjá Aston Villa en virðist vera búinn að fá nóg af félaginu engu að síður. Hann á 4. ár eftir af samningi sínum við félagið og má telja næsta víst að Villa mun ekki hjálpa honum mikið við það að komast frá féalginu.

Alpay sagði menn frá Arsenal hefðu nú þegar komið að máli við hann en ekkert tilboð hefði þó borist.