Gruggug kaup Liverpool á Ziege
              
              
              
              Gerð verður rannsókn á félagaskiptum Christian Ziege, en hann fór frá Middlesbrough til Liverpool.  Rannsóknin verður gerð að beiðni Middlesborough.  Þeir eru ævareiðir og vilja vita hvers vegna í ósköpunum Liverpool vissi af því í samningnum sem sagði til um að Ziege gæti farið ef boðnar væru 5,5 milljónir punda.  Vissulega virðist eitthvað óhreint í pokahorni Liverpool-manna, því þrjú önnur lið eru sögð hafa boðið 7,5 milljónir punda.  Middlesboro-menn eru staðráðnir í að berjast fyrir rétti sínum og fá rétt markaðsverð fyrir Ziege.  Aðalspurningin er hvernig Liverpool komst að verðinu sem Ziege yrði seldur fyrir.
                
              
              
              
              
             
        



