Í kvöld voru þrír leikir á dagskrá Landssímadeildar karla í knattspyrnu.  Í Garðabæ vann Stjarnan 2:1 sigur á Leiftri í botnslagnum og eiga Leiftursmenn því varla raunhæfa möguleika á að halda sér uppi.  Fylkismenn unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 4:0, eftir að staðan hafði verið 2:0 eftir fjögurra mínútna leik.  Í Grindavík unnu KR-ingar heimamenn með einu marki gegn engu og var það Hollendingurinn Maikel Renfurm sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar.  Undir lokin áttu Grindvíkingar reyndar tvö færi, en Kristján Finnbogason varði hreint meistaralega í marki KR.
   Staðan á toppnum er því enn óbreytt, Fylkir efstur, einu stigi yfir KR-ingum og Eyjamenn eru í þriðja sæti, 5 stigum eftir KR, en eiga leik gegn Blikum til góða.
                
              
              
              
               
        



