Tekur Frank Rijkaard við West Ham? Nú er næstum mánuður síðan Harry Redknapp hætti!!! hjá West Ham og ekkert gengur að fá nýjan stjóra. Steve McClaren var á leiðinni en sneri við á síðustu metrunum og fór til Middlesborough sem er ekki rassgat í bala betri kostur. Sennilega samt pínku meiri peningar. En umbinn hans Frank Rijkaards hafði víst samband og bauð fram krafta hans fyrir einhverja þóknun. Þeir höfðu víst spjallað við Ruud Gullit sem sagði þetta í orden. Vitað er að stuðningsmenn eru meir en tilbúnir í að landa Rijkaard en bara spurning hvað stjórnin gerir. Hann hefur alla vega sannað sig sem þjálfari með Hollenska landsliðið sem spilaði fínan bolta í síðustu Evrópukeppni. Það væri nú gaman að sjá kappann reyna fyrir sér á Englandi en ég held að hann þurfi ein 3 ár til að gera eitthvað af viti með þetta lið.