Saga Liverpool – 1. hluti

Liverpool er eitt sigursælasta lið í heimi og það sigursælasta á Englandi. En hér um daginn (25. maí 2005) voru þeir að vinna Meistaradeildina í 5. skipti þar sem þeir sigruðu AC Milan, einnig hafa þeir 18 sinnum orðið Englandsmeistarar, 6 sinnum bikarmeistarart og jafn oft hafa þeir orðið deildarbikarmeistarar, Evrópumeistarar félagsliða 3 sinnum og meistarar meistaranna í Evrópu 2 sinnum en auk þess hafa þeir unnið fjöldann allan af minni titlum.

Sagan byrjar árið 1892 eftir að maður nafni John Houlding var rekinn úr stjórn Everton, hann ákvað því að stofna sitt eigið lið og gaf því nafnið Liverpool. Houlding sótti um þátttökurétt í 2. deild en beiðninni var hafnað því það var sagt að þeir myndu ekki þrífast í þessari deild og að hann þyrftu að fá fleir menn.
Það fyrsta sem Houlding gerði var að ráða framkvæmdastjóra, fyrir valinu varð Írinn og fyrrum rugbyspilari John McKenna. Það féll því hlut McKenna að finna leikmenn til að leika fyrir félagið. Hann fór því í ferð til Skotlands og kom þaðan til baka með þrettán Skota sem höfðu samþykkt að klæðast treyju Liverpool.
Þriðjudaginn 1. september 1892 háði Liverpool sína fyrstu opinberu viðureign. Það var vináttuleikur á móti Rotherdam, leiknum lauk með 7 – 1 sigri Liverpool sem kætti mjög þá 100 áhorfendur sem voru staddir á Anfield þennan dag.
Tveimur dögum eftir leikinn gegn Rotherdam hóf Liverpool þátttöku í hinni svokölluðu Lancashire-keppni sem var mun minni keppni en enska deildakeppnin enda eingöngu ætlað liðum í Lancashire-sýslu. Liverpool þóttu ekki sigurstranglegir en svo endaði að þeir unnu keppnina og fyrsti titillinn kominn í hús. Liverpool vann einnig bikarkeppni Liverpool-borgar þar sem þeir sigruðu Everton í úrslitaleiknum 1-0. Fyrir þessa titla hlutu þeir litla bikara sem voru síðan stolnir og þeir fundust síðan aldrei aftur.
Eftir þessa frábæru byrjun hjá McKenna ákvað hann að sækja um inngöngu í 2. deildina en það leit ekki út fyrir að þeim yrði að þeirri ósk fyrr en á daginn sem keppnistímabilið byrjaði að McKenna barst svar um að þeir fengu að taka þátt í 2. deildinni. Þeir fengu inngöngu vegna þess að liðið Bootle þurfti að hætta vegna fjárhagserfiðleika og því barst sæti þeirra til Liverpool.
Liverpool hélt velgengninni áfram á sínu fyrsta tímabili í 2. deildinni en þeir fóru í gegnum það taplausir eða með 22 sigurleiki og 6 jafntefli að baki. Þeir unnu semsagt deildina og þurftu að spila við það lið sem lenti í neðsta sæti 1. deildar sem var liðið Newton Heath, sem breytti síðar um nafn og heitir í dag Manchester United. Lið komust nefnilega ekki sjálfkrafa upp um deild ef þeir ynnu hana þeir þyrftu þá að keppa við liðið sem var neðsta sæti í 1. deildinni. Leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool og því fengu þeir sæti í 1. deild.
Til þessa hafði Liverpool gengið mjög vel og voru nú að fara að keppa í 1. deildinni í fyrsta skipti og fóru þá ógæfuhjólin að snúast. Þeir spiluðu 30 leiki og af þeim unnu þeir aðeins 7, gerðu 8 jafntefli og töpuðu 15, þar af leiðandi lentu þeir í neðsta sæti og þurftu að keppa við liðið sem lenti í efsta sæti 2. deildar, Bury, til að verja sæti sitt í efstu deild en þeim leik lyktaði með 1-0 sigri Bury og fall var því staðreynd.
McKenna og félagar lofuð að þeir myndu fljótt spila aftur með í 1. deildinni og þeim tókst það. Liverpool unnu 2. deildina tímabilið 1895-96 og unnu sér sæti í 1. deildinni. Auk þess settu Liverpool tvö félagsmet, þeir skoruðu 106 mörk í 30 leikjum og sömuleiðis unnu þeir Rotherdam 10-1 sem er stærsti sigur þeirra rauðu. Þessi met standa ennþá og munu gera það einhvern tíma í viðbót.
Sumarið 1896 var Tom Watson ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool, það var hugmynd McKenna sem vildi fara að einbeita sér meira að stjórn félagsins. Watson var mjög virtur í bransanum og hafði t.d. stýrt Sunderland til þriggja Englandsmeistaratitla. Hannhélt áfram að gera góða hluti með Liverpool eins og hann hafði gert með Sunderland. Á tímabilinu 1896-97 skilaði hann Liverpool í 5. sæti í 1. deildinni og auk þess komust þeir í undanúrslit bikarkeppninnar. Síðan tveimur árum seinna þá lentu Liverpool í 2. sæti og komust aftur í undanúrslit bikarkeppninnar.
Keppnistímabilið 1899-1900 endaði Liverpool í 10. sæti 1. deildar og einnig slegið snemma út úr bikarkeppninni, semsagt var þetta lélekt tímabil. Fyrir næsta tímabil keypti Watson nokkra góða menn til Liverpool og má þá helst nefna varnarjaxlinn Alex Raisbeck, sem má segja að hafi verið fyrsta stórstjarna liðsins. Liverpool komu vel undirbúnir fyrir leiktímabilið en þrátt fyrir það þá voru þeir bara að drolla um miðja deild fyrri hlut tímabilsins, en þá fóru þeir að gefa í og unnu 9 af 12 leikjum sem voru eftir og gerðu jafntefli í hinum þrem. Það var nóg til að tryggja þeim sinn fyrsta Englandsmeistaratitil.
Stuttu eftir að Liverpool vann titilinn lést John Houlding, sjötugur að aldri.
Nú ætla ég að hlaupa yfir tímabilin 1901-02 og 1902-03 þar sem Liverpool lentu í 11. og 5. sæti. Það var síðan keppnistímabilið 1903-04 þar sem allt gekk á afturfótunum hjá Liverpool og höfnuðu þeir í næstneðsta sæti, og aukakeppnin þar sem þeir hefðu getað haldið sæti sínu í 1. deild með því að keppa við næstefsta lið 2. deildar hafði verið lögð niður árið 1898.
Liverpool voru hundfúlir yfir því að hafa fallið og voru ákveðnir að dvelja ekki lengi í 2. deild. Þeir fylgdu því takmarki fljótt eftir og unnu deildina með yfirburðum. Liverpool voru aftur komnir í 1.deildina og þeir héldu góðum árangri áfram og urðu Englandsmeistarar í 2. skipti. Á þessu sama keppnistímabili komst Liverpool einnig í undanúrslit bikarkeppninnar en töpuðu þeim leik gegn Everton sem unnu seinna Newcastle í úrslitaleiknum.
books have knowledge, knowledge is power, power corrupts, corruption is a crime, and crime doesn't pay..so if you keep reading, you'll go broke