3-0 sigur á Maltverjum Íslenska landsliðið sigraði Möltu <B> 3-0 </B> á ljótum Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn var liður í undankeppni HM. Það var smá rigningarúði og lítill vindur sem blés á 3.600 áhorfendur sem lögðu leið sína í Dalinn. Íslendingar komust yfir á 8. mínútu þegar Tryggvi Guðmundsson skoraði eftir góðan undirbúning hjá Ríkharði Daðasyni og Helga Sigurðssyni. Ríkharður skoraði svo annað markið á 37. mínútu eftir góða sendingu frá Tryggva. Staðan í hálfleik því 2-0.

Okkar menn komust í 3-0 með marki frá Ísmanninum Eiði Smára Guðjohnsen á 68. mínútu eftir fyrirgjöf Rúnars Kristinssonar en stuttu áður hafði varnarmaður náð að bjarga skoti Eiðs að marki Möltu. Ágætur sigur hjá Íslendingum. “Völlurinn er í slæmu ástandi og nokkuð mikið um mistök í leiknum en við höfðum það og nú er bara að undirbúa sig fyrir Búlgaríu” sagði Atli Eðvaldsson sem notaði allar þrjár skiptingar sínar. Rúnar, Eyjólfur og Rikki fóru af velli. Helgi Kolviðs., Pétur Marteinsson og Heiðar Helguson komu í þeirra stað.

“Við spiluðum kannski ekki góðan fótbolta en náðum þó takmörkum okkar” sagði Tryggvi Guðmundsson.