Tyrkneska liðið Galatasaray hlaut í gær titilinn “meistarar meistaranna”. Þeir unnu spænska liðið Real Madrid 2:1 í Golden Goal fyrirkomulaginu. Galatasaray eru Evrópumeistarar félagsliða, en Real Madrid Evrópumeistarar meistaraliða og þessi leikur var til að skera út um besta lið Evrópu. Leikurinn fór fram á glæsilegum leikvangi í Mónakó og var staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma, en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Luis Figo, dýrasti leikmaður heims, lék með Madrid-ingum, en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.