Parma eru komnir í Meistaradeildina! Eftir frábæran sigur á Lecce, 1-2 eru Parma búnir að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni að ári. Á sama tíma og Parma unnu Lecce gerðu Milan jafntefli við Roma og náðu Parma þá 8 stiga forskoti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Parma lentu 1-0 undir á 56.mínútu þegar William Viali skoraði fyrir Lecce en á 63. mínútu skoraði Milosevic jöfnunarmark Parma(Savo fór svo útaf fyrir Di Vaio á 76. mínútu). Það var síðan á 82. mínútu sem Mbomba skoraði eftir fyrirgjöf frá Junior, 1-2 og þar við sat.

Skömmu seinna var tilkynnt um úrslitin í leik Milan og Roma og þá var ljóst að sæti í Meistaradeildinni var tryggt! Góður endir á tímabilinu hjá Parma, þeir geta svo bætt um betur ef þeir vinna Fiorentina í bikarnum. Þar sem að deildin er í raun búin hjá Parma ættu þeir að geta einbeitt sér að því að vinna bikarinn.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _