Ekki ber á öðru en að Everton séu orðnir saddir af stigum í ensku, þar sem að þeir eru komnir í Evrópu-keppnina. Það er nú að mínu mati samt sem áður of langt gengið að láta Arsenal taka sig svona svaðalega í bakaríið.
Ég meina 7-0 er þetta brandari? Hull hefðu ekki einu sinni leyft þeim að taka sig svona.
Þetta minnir loka leikinn í deildinni á Íslandi á þar seinasta tímabili þar sem að FH tóku KR 7-0.
David Moyes og félagar eru kannski bara orðnir allveg sáttir við sitt og strax farnir að hugsa um Evrópu-keppnina á komandi leiktíð.