Viðræður Valencia og AC Milan um kaup hinna síðarnefndu á miðjumanninum Gaizka Mendieta eru enn í fullum gangi og snúast samningar eins og gefur að skilja um verðið. Þótt forráðamenn spænska klúbbsins haldi fast við fyrri yfirlýsingar um að fyrirliði þeirra sé ekki til sölu, hafa þeir bent Milan á að þeir geti einfaldlega borgað “buy-out”-klausuna sem er í samningum leikmanna á Spáni. Gallinn er bara sá að í tilfelli Mendieta er það er engin smásumma, heldur heilar 60 milljónir dollara. Skiljanlega eru Ítalarnir ekkert áfjáðir að reiða fram slíka fúlgu þótt Mendieta sé vissulega leikmaður í sérflokki. Við rossoneri-aðdáendur fylgjumst spenntir með framvindu mála.