Wes Brown úr leik Wes Brown hefur ekki alveg náð sér af ökklameiðslum sínum þannig að hann er ekki inn í myndinni fyrir leikinn gegn Grikkjum þann 6. júni. Enska landsliðið er að fara á morgun (þriðjud) til La Manga á Spáni í æfingabúðir fyrir leikinn. 24 leikmenn eru þá í hópnum en Ray Parlour hefur víst náð sér eftir minniháttar aðgerð á hendi, Gerrard er alveg heill og Steve McManaman er með að nýju.

Svo er Leicester eitthvað að pæla í Ravanelli kallinum. Hann hefur sosum lýst því áður yfir að hann vildi gjarna í enska boltann aftur og myndi sennilega kosta um 2 milljónir punda sem er nú bara gjafverð. Skussar úr varaliðum eru seldir á meiri pening. Hins vegar heimtar hann himinhá laun svo það er nú aðal babbið í bátnum hans Peter Taylor. Derby hefur víst líka áhuga. Ég held að enski boltinn verði ekkert skemmtilegri með Ravanelli innanborðs.