Þriðja umferðin hafin Þriðja umferð Símadeildarinnar hófst í dag með fjórum leikjum. Klukkan fjögur áttust við Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Knattspyrnufélag Reykjavíkur, í knattspyrnuleik. Það voru nú samt leikmenn Fimleikafélagsins sem báru sigur úr bítum, enda leikur Íslandsmeistaranna afspyrnu slakur. FH-ingar áttu einfaldlega miklu meira í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn, þó svo að bæði mörkin hafi komið algerlega upp úr þurru. Fyrra markið skoraði Atli Viðar Björnsson á 22. mínútu og Jóhann Möller bætti við öðru marki aðeins fjórum mínútum síðar. Það vakti athygli að KR-ingar spiluðu í gulum, forljótum búningum, og mátti vart greina Shell-merkið. Síðari hálfleikurinn var einstaklega leiðinlegur fyrir áhorfendur og ber að geta einskis úr honum. Í kvöld voru þrír leikir leiknir, Fylkir og Valur skyldu jöfn, 0:0, ÍA vann Keflavík, 2:0, og Grindavík krækti í sín fyrstu stig í 2:1 sigri gegn Breiðablik.

Staða markahæstu manna er þessi:
Jóhann Möller FH 2
Ólafur Örn Bjarnason Grindavík 2
Hjörtur Hjartarson ÍA 2
Grétar Rafn Steinsson ÍA 2
Haukur Ingi Guðnason Keflavík 2
Matthías Guðmundsson Valur 2