Varamennirnir David Trezeguet og Sylvain Wiltord voru hetjur Frakka í úrslitaleik Evrópukeppninnar í sumar og skoruðu bæði mörkin sem tryggðu þeim titilinn. Við ætlum hér að rifja upp nokkrar af eftirminnilegustu innáskiptingum allra tíma.

1) Teddy Sheringham & Ole Gunnar Solskjaer

Fyrir Man Utd gegn Bayern Munchen í úrslitaleik meistaradeildarinnar 1999

Innáskiptingarnar gerast ekki dramatískari - eða árangursríkari - en þessi. United eru marki undir og Sheringham kemur inná fyrir Blomqvist þegar að 24 mínútur eru eftir. 14 mínútum síðar er staðan óbreytt. Solskjaer kemur þá inn fyrir Andy Cole og á tveim síðustu mínútum leiksinns koma tvo mörk frá köppunum sem innsigla ævintýralegan sigur.





2) David Trezeguet, Sylvain Wiltord & Robert Pires

Fyrir Frakka gegn Ítölum í úrslitaleik EM 2000

Frakkar risu upp frá dauðum er þessir leikmenn komu inná völlinn. Wiltord tryggði framlengingu með jöfnunarmarki á 93. mínútu leiksins og í framlengingunni lagði Pires upp sigurmarkið fyrir Trezeguet. Það er ekki hægt að biðja um það betra.





3) David Platt

Fyrir England á móti Belgum í 8 liða úrlitum HM 1990

Það er ekki oft sem ferill leikmanns breytist á dramatískan hátt á einu augnabliki. Það gerðist fyrir David Platt þegar hann kom inná fyrir Steve McMahon á 71. mínútu leiksinns. Leikurinn fór í framlengingu og á 119. mínútu skorar Platt sigurmarkið og tryggir sæti í undanúrslitum á móti Kamerún. Þetta mark breytti lífi David Platt að eilífu. Hann leitaði frægðar og frama á Ítalíu með Bari, Juve og Sampdoria og endaði ferilinn svo með fulla vasa af medalíum hjá Arsenal. Steve McMahon gerðist hins vegar þjálfari hjá Swindon og Blackpool!!





4) Ian Wright

Fyrir Crystal Palace gegn Man Utd í úrslitaleik bikarsins 1990

Wright var nýbúinn að jafna sig eftir fótbrot og var í lítilli æfingu. Kom inná um miðjan síðari hálfleikinn og skoraði tvö mörk sem dugðu til að knýja fram aukaleik. Þar byrjaði Wright einnig á bekknum og kom inná seint í leiknum en náði ekki að gera neinar rósir í þetta skiptið. Utd sigruðu 1-0.





5) Ronny Rosenthal

Fyrir Tottenham gegn Southampton í 5. umferð bikarsins 1995

Ronny Rosenthal var til í tveim útgáfum. Önnur útgáfan og sú algengari var Ronny á varamannabekknum og hin var Ronny sem skoraði eina eftirminnilegustu þrennu síðari ára þar sem hvert markið var öðru glæsilegra í leik sem Tottenham voru 0-2 undir þegar hann kom inná í síðari hálfleik en endaði 6-2. Strax eftir leikinn breyttist Ronny í sinn rétta mann og skoraði aðeins átta mörk eftir þetta fyrir félagið sem létu hann róa til Watford ári síðar.





6) Lars Ricken

Fyrir Dortmund á móti Juventus í úrslitaleik meistaradeildarinnar 1997

Að skora með sinni fyrstu snertingu einni mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður er góður árangur, en þegar þetta reynist vera sigurmarkið í úrslitaleik meistaradeildarinnar þá verður það að teljast frábært afrek. Og slúttið var ekki af lakara taginu - banani af 40 metra færi. Glæsimark!!