Stórleikur þriðju umferðar Mest spennandi leikur þriðju umferðar held ég að verði viðureign ÍA og Keflavíkur. Keflvíkingar hafa komið á óvart í upphafi móts, unnið tvo fyrstu leiki sína, á móti þeim liðum sem spáð er öðru og þriðja sæti, Grindavík og Fylki. Haukur Ingi Guðnason hefur skorað eitt mark í báðum þessum leikjum og hefur verið skæður í fremstu víglínu Keflvíkinga. Skagamenn hafa hins vegar bara krækt sér í eitt stig það sem af er, og það gegn FH-ingum á Skipaskaga, er þeir gerðu 2:2 jafntefli. Í annarri umferð töpuðu þeir gegn erkifjendunum í Vesturbænum, 2:1. Skagamenn hafa misst marka lykilmenn síðan í fyrra, og má þar nefna Uni Arge og Alexander Högnason.

Aðrir leikir í þriðju umferð eru þessir:

sun. 27. maí kl. 16:00 FH - KR
sun. 27. maí kl. 20:00 Fylkir - Valur
sun. 27. maí kl. 20:00 Grindavík - Breiðablik
mán. 28. maí kl. 20:00 Fram - ÍBV