Celtic varð í dag skoskur bikarmeistari í knattspyrnu er þeir lögðu lið Hibernian að velli, 3-0.

Fyrsta mark Celtic skoraði Jackie McNamara á 39. mín og það var svo að sjálfsögðu knattspyrnumaður ársins í Skotlandi, Henrik Larsson, sem skoraði annað markið á 48. mín. Larsson bætti svo við þriðja markinu á 80. mín úr vítaspyrnu og þar við sat.

Celtic eru því svo sannarlega lið ársins í skoska boltanum því þeir hafa unnið alla þrjá titlana og það með fáheyrðum yfirburðum.

Það er því verk að vinna fyrir erkifjendurna í Rangers í sumar ef þeir ætla sér að ná Celtic á næstu leiktíð.