 Fyrsta umferð Símadeildar kvenna í knattspyrnu er afstaðin.  Að Hlíðarenda áttust við liðin sem spáð er tveimur efstu sætunum, Valur og Breiðablik, og lauk þeirri viðureign með 2:2 jafntefli.  Blikar komust yfir á 11. mínútu leiksins með marki frá Evu S. Guðbjörnsdóttur eftir fyrirgjöf Bryndísar Bjarnadóttur.  Blikarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en í upphafi þess síðari jöfnuðu Valsstúlkur með marki Katrínar H. Jónsdóttur, sem kom inn á sem varamaður í leiknum.  Katrín kom heimamönnum svo yfir á 52. mínútu, en Blikar jöfnuðu leikinn fimm mínútum síðar, með marki frá Laufeyju Ólafsdóttur, og þar við sat.
              
              
              Fyrsta umferð Símadeildar kvenna í knattspyrnu er afstaðin.  Að Hlíðarenda áttust við liðin sem spáð er tveimur efstu sætunum, Valur og Breiðablik, og lauk þeirri viðureign með 2:2 jafntefli.  Blikar komust yfir á 11. mínútu leiksins með marki frá Evu S. Guðbjörnsdóttur eftir fyrirgjöf Bryndísar Bjarnadóttur.  Blikarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en í upphafi þess síðari jöfnuðu Valsstúlkur með marki Katrínar H. Jónsdóttur, sem kom inn á sem varamaður í leiknum.  Katrín kom heimamönnum svo yfir á 52. mínútu, en Blikar jöfnuðu leikinn fimm mínútum síðar, með marki frá Laufeyju Ólafsdóttur, og þar við sat.Í Garðabæ sótti KR Stjörnuna heim og unnu gestirnir leikinn örugglega með þremur mörkum gegn engu. Hólmfríður Magnúsdóttir kom gestunum yfir á 26. mínútu, Olga Færseth skoraði tíu mínútum síðar, og hún bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki KR undir lok leiksins.
Fyrsta alvöru burst kvennadeildarinnar varð úti í Eyjum, þar sem Eyjastúlkur völtuðu yfir FH með níu mörkum gegn einu, þar sem níu mörk litu dagsins ljós í síðari hálfleik. Mörk ÍBV skoruðu Bryndís Jóhannesdóttir, 2, Nicky Grant, 2, Íris Sæmundsdóttir, 3 og þær Lind Hrafnsdóttir og Pauline Hamill sitt markið hvor. Inge Heiremans skoraði mark FH.
Segja má að Grindvíkingar hafi unnið þrjú lið í einum og sama leiknum, þegar þær sigruðu sameinað lið Þórs, KA og KS, 3:2. Jennifer Henley, Elín Heiður Gunnarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir skoruðu mörk Grindvíkinga, en Kristín Gísladóttir og Karen Birgisdóttir fyrir Þór/KA/KS.
 
        




