Jæja, þá er það staðfest, Teddy Sheringham er kominn til spurs.
Eftir margra mánaða pælingar og viðræður er hann loksins genginn til liðs við Spurs á ný.
Fréttamannafundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 í dag þar sem þetta verður formlega staðfest auk þess sem samningurinn verður opinberaður.
Sem Man. Utd. stuðningsmaður er ég þessu feginn þar sem ég býst ekki við miklu frá honum á næsta tímabili.
Það er ekki óalgengt að leikmenn sem eru komir á þennan aldur eigi eitt gott tímabil að lokum og lognist svo útaf, ég tel einnig að það sama sé að segja um Gary McAllister.