Uppstilling Real madrid:

Iker Cassilas
Salgado Pavon Helguera Roberto Carlos
Gravesen
David Beckham Zidane
Raúl
Owen Ronaldo

Uppstilling Barcelona:

Valdez
Belletti Oleguer Puyol Bronkhorst
Marquez
Giuly Hernandes Iniesta Ronaldinho
Eto´o

Real menn voru búnir að segja fyrir leikinn að ef þeir myndu tapa þá væri mótið búið hjá þeim en ef þeir myndu vinna þá gætu þeir alveg unnið titilinn þótt að þeir þurfi að treysta núna á önnur lið

Leikurinn var bráðfjörugur og frábær skemmtun. Real menn mættu alveg trylltir til leiks og voru mun betri aðilinn fyrstu mínuturnar enda skoraði Zinedine Zidane fallegt mark eftir góða fyrirgjöf Ronaldo. Boltinn sveif rétt yfir Valdez og Zidane flaug á boltann og seinna á stöngina. Mér fannst nú Valdez geta tekið þennan bolta eða blakað honum yfir, hann var ekkert hátt yfir honum. Real menn hættu ekkert og fengu aukaspyrnu við vítateigshornið en það var auðitað David Beckham sem tók spyrnuna og hitti beint á Ronaldo sem skoraði af öllum mönnum en hann hefur ekki skorað í ágætan tíma. Hrikaleg dekkun hjá Barcelona þeir voru víst að gera eitthverja rangstöðugildru sem mistókst hræðilega.

Barcelona menn byrjuðu þá að spila eins og menn og Marquez átti fín færi en nýtti þau ekki. Eto'o komst svo í gegn vörn Real og skoraði flott mark enda sagði hann fyrir leik að hann vildi skora. Barcelona pressuðu svo stíft á Real fyrir hálfleik en í lokin þá hljóp afmælisbarnið Roberto Carlos upp kanntinn og stakk varnarmanninn af og gaf laglega sendingu á Raul sem senti hann í klobbann á Valdez. Barcelona var líka sprækari aðilinn í seinni hálfleik og áttu fín færi en það var Beckham sem senti frábæra sendingu á Micheal Owen sem tók hann niður og negldi beint í gegnum klobbann á Valdez. 2 klobbar 20 mínutum það er nú ágætis niðurlæging.
Barcelona hættu samt aldrei og spiluðu mjög vel en maður sá alveg að það vantaði snillinginn Deco á miðjuna, hún var ekki alveg að meika það hjá Börsungum. Ronaldinho skoraði seinna úr aukaspyrnu en það var alveg frábært mark, smá heppni með vegginn annars flott mark.

Leikurinn endaði svona 4-2 og að mínu mati var Casillas maður leiksins en hann sýndi frábær tilþrif og reddaði Real alveg.

Svo fóru nokkur atriði alveg rosalega í taugarnar á mér. Ég horfði á leikinn á sýn með vinum mínum og var ekki einhver enskur og spænsku lýsandi í bakrunninum. Alveg óþolandi. Auk þess sagði Arnar lýsandinn alltaf Ronaldinho þótt að Marquez eða Ronaldo væru með boltann.

Allavega mjög flottur sigur hjá Real Madrid