Skagamenn úr leik
              
              
              
              Skagamenn töpuðu síðari leik ÍA og Gent í Evrópukeppni félagsliða í dag, 3:2 og því samanlagt 6:2.  Skagamenn komust yfir snemma leiks með marki Haraldar Hinrikssonar eftir góðan undirbúnig Uni Arge.  Belgarnir jöfnuðu skömmu síðar, en undir lok fyrri hálfleiks komust Skagamenn yfir á ný með marki Kára Steins Reynissonar.  Lengra komust Skagamenn ekki og Belgarnir bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik.
                
              
              
              
              
             
        



