Joe Royle, sem var rekinn frá Man. City fyrr í vikunni, gefur ekki mikið fyrir þær sögur að Manchester City hafi verið “pöbba-lið” og að það hafi talist eðlilegt að menn fengju sér vel neðan í því við hin ýmsu tækifæri.

“Mér finnst mjög leitt að vera hættur með liðið eftir rúmlega þrggja ára starf. Það hefur ýmislegt gegið á en í heildina hefur þetta verið frábær tími.

”En mér þykir leitt að sjá þann áróður sem er í fjölmiðlunum þessa dagana um að Manchester City sé eitthvað “pöbba-lið” og að það sé einhver hefð fyrir drykkju innan félagsins.

“Af því tilefni langar mig að segja öllum stuðningsmönnum félagsins að það er enginn hefð fyrir drykkju hjá félaginu og það er ekkert drukkið meira af guðaveigum hjá Man. City en öðrum liðum.

”Þessi áróður er hreint út sagt fáranlegur," sagði Royle í samtali við Skysports.