Dacourt eftirsóttur Barcelona er víst að undirbúa tilboð í Olivier Dacourt Leedsara. Mörg lið hafa verið að spá í hann og þó sérstaklega eftir að hann var valinn í franska landsliðið sem er að fara að keppa á móti í Kóreu. Sérstaklega eru það spænsk og ítölsk (kemur á óvart!!) lið sem eru nefnd. Peter Ridsdale, stjórnarformaður Leeds segir einfaldlega að hann sé ekki til sölu. Hann sjálfur og O´Leary hafi farið í gegnum stöðuna með framtíðina í huga og enginn fastamaður sé til sölu og í raun enginn leikmaður liðsins. Þar sem tilboð Barca er talið muni hljóða upp á 12 millur fóru strax sögur á kreik um að Inter Milan ætlaði að bjóða 14, svona til að testa Ridsdale. Dacourt hefur náð upp frábærri samvinnu með David Batty og þar sem samningur Batty´s rennur út í Des. 2002 vill stjórnin framlengja samninginn um eins og 1 ár. Allar líkur eru taldar á að samningar náist á næstunni.
West Ham hefur sett 13 milljóna verðmiða á Frank Lampard. Hann hefur verið orðaður við fullt af liðum - enda nánast öruggt að pilturinn fari - og þá sérstaklega Leeds en ´Ridsdale segir að þeir borgi ekki tveggja stafa tölu í millum og pundum fyrir drenginn.