Alan Shearer er búinn að spila alla sína tíð nánast með Newcastle hann er orðinn 34 kállinn.
Hann hefur gefið það út að hann sé hættur við að hætta, Hvað finnst ykkur um það?
Svo er hér smá frétt sem ég rekst á á Fótbolti.net

Alan Shearer verður að öllum líkindum í eitt ár til viðbótar hjá Newcastle. Efnt hefur verið til blaðamannafundar í fyrramálið en samkvæmt BBC hefur hann nú náð samningum við Newcastle.

Shearer hefur margoft sagt að hann myndi hætta en ýmsir menn, héðan og þaðan hafa reynt að fá þennan 34 ára gamla markahrók ofan af því að leggja skónna alfarið á hilluna.

Shearer vantar aðeins 9 mörk til að jafna met Jackie Milburn sem skoraði 200 mörk fyrir Newcastle á ferlinum. Þetta er að sjálfsögðu stórkostleg tíðindi fyrrir Newcastle enda er Shearer líklega besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar frá stofnun hennar.

Hvenær finnst ykkur komið gott?
Hvenær eiga knattspyrnuleikmenn að leggja skóna á hilluna?

Takk fyrir.