Leiftur og KR skyldu í gærkvöldi jöfn, 0:0 í afar þýðingarmiklum leik. KR-ingar byrjuðu betur og strax á 5. mínútu komst Andri einn gegn Jens Martin Knudsen, sem braut á Andra, en ekkert var dæmt. Kom til orðaskipta milli Jens og Andra sem endaði með því að Jens Martin hrinti Andra, og fékk gult spjald, en ekki rautt eins og reglur segja til um. Eftir þetta náðu Leiftursmenn yfirhöndinni og léku betur lengst af fyrri hálfleik. KR-ingar voru ívið sterkari í síðari hálfleik og voru oft á tíðum óheppnir að skora ekki. KR-ingar breyttu um leikskipulag í hálfleik, fóru úr 4-4-2 í 4-4-3. Hann setti Hollendinginn Maikel Renfurm inná í stað Jóhanns Þórahallssonar og snemma í síðari hálfleik kom Haukur Ingi Guðnason inná fyrir Sigþór Júlíusson og hleypti lífi í sóknarleik KR-inga, en hann skoraði glæsilegt mark fyrir KR-inga í æfingaleik gegn Fram á dögunum. Með jafnteflinu misstu bæði lið af mjög mikilvægum stigum, Leiftursmenn í botnbaráttunni, og KR-ingar í toppbaráttunni. Fylkismenn halda því eftsta sætinu, eru einu stigi á undan KR-ingum þegar þrjár umferðir eru eftir.