Michael Stewart segist ætla að byggja leik sinn meira og meira á leik hetjunnar sinnar, Roy Keane.
Þessi síðasta afurð úr unglingaverksmiðju United, sem hefur hafið seinustu þrjá leiki United, horfir í átt til fyrirliða liðsins eftir innblæstri, og það hefur ekki komið honum í koll enn sem komið er. Skotinn ungi segir að það fyrirfinnist ekki betri knattspyrnumaður á Bretlandseyjum heldur en Keano.
“Þeim mun meira sem ég hef þróast í knattspyrnu, þeim mun meira hef ég litið til Roy Keane með það í huga hvers konar leikmaður ég vilji verða,” sagði Stewart í samtali við Manchester Evening News fyrir skemmstu.
“Hann er alhliða miðvallarleikmaður. Hann hefur allt. Þegar þú vinnur með honum alla daga þá sérðu hvað það er sem heldur honum gangandi.”
“Ég apa hluti upp eftir honum. Þegar þú lítur á heildarleik finnurðu ekki veikleika. Flestir leikmenn segja að hann sé frábær, en ekki sérstakur.”
“En hvað sem því líður, að ef þú skoðar Keane vandlega, þá sérðu að hann hefur engan augljósan veikleika. Hann er mjög góður í öllu og það er afar mikill kostur.”
“Ég hef háleit markmið og er að reyna að koma mér upp eigin leikstíl.”

Michael segir einnig að leikirnir gegn Watford og Sunderland í Worthington bikarnum hafi verið hluti af áætlun hans.
“Ég vonaðist eftir nokkrum leikjum með aðalliðinu á keppnistímabilinu og að standa mig sem best. Eftir jól var svo stefnan sett á komast í aðalliðið.”
“Blessunarlega var þetta lagt upp svona. Þessir fáu leikir í lokin var það sem ég hafði vonast eftir. Þú þarft að bæta þig aðeins á hverju tímabili.”
“Í fyrra var ég á varamannabekknum í síðasta leiknum gegn Aston Villa og í ár vonaðist ég eftir að vera kominn lengra á því stigi. Svo lengi sem þú sérð framþróun á hverju ári geturðu sagt að þú sért á réttri leið.”
“Það verður það sama uppi á tengingnum á næstu leiktíð, ég yrði ekki ánægður með vonbrigða tímabil. Ég vil ekki þurfa að standa í stað eftir að hafa fengið þetta tækifæri.”