Buffon á bekknum (Grein þessi lenti á enska boltanum vegna einhvers fuck-up, og núna þegar ég „endurpósta“ hana er leikurinn búinn, og fór 0-1 fyrir Fiorentina)


Í kvöld klukkan sjö hófst fyrri úrslitaleikurinn í ítölsku bikarkeppninni, en þar eigast við Parma og Fiorentina. Í upphafi keppninnar var Buffon ekki leikhæfur og því var Guardalben settur í markið, og hefur haldið sínu sæti þar alla keppnina þó svo að Buffon verji markið í deildinni. Fyrir úrslitaleikinni var þó íhugað að setja Buffon í markið en allir þjálfarar Parma ásamst Buffon voru sammála um það að Guardalben ætti að fá að spila.

Hér á eftir fylgir svo stutt viðtal við Guardalben.


Spurn. Nú var Buffon fyrsti maðurinn sem vildi að þú spilaðir leikinn, hvað finnst þér um það?

„Buffon og ég höfum allltaf verið góðir vinir og alltaf borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum, og hann verður stuðningsmaður minn númer eitt í þessum leik. Það eru engar deilur okkar á milli og það var hann sem minnti Ulivieri á það að „reglan” væri sú að ég spilaði bikarinn.“

Spurn: Það hefur verið beðið eftir þessum leik lengi en honum hefur oft verið frestað, þú ert kannski sá leikmaður sem mest hefur beðið skaða af því?

„Það er nokkuð til í því, ég hef beðið eftir þessum leik með eftirvæntingu en í hvert skipti sem leikurinn hefur nálgast hefur honum verið frestað. Ég var alltaf kominn með einbeitinguna í hámarki en þá var leiknum alltaf frstað, en ekki núna, nú tekur alvaran við.”

Spurn: Verður Chiesa andstæðingur númer eitt?

„Ég held að Chiesa sé ekki sá eini sem við þurfum að varast hjá Fiorentina, það fylgjast margir með honum því hann skorar mikið en við verðum að verjast öllu liðinu, þeir spila vel saman.“

Spurn:Markmiðið í þessum leik?

„Að fá ekki á okkur mark verður mikilvægt. Ég er þessi fullviss að við skorum þegar þeir verða á heimavelli og það gæti orðið nóg til að vinna bikarinn.”
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _