David Beckham mætti til æfinga hjá enska landsliðinu spókandi nýrri klippingu, 5 cm breiðri hárrönd.
Miðjumaðurinn snjalli fékk loks leyfi til að sýna klippinguna eftir að Sir Alex Ferguson hafði neytt hann til að hætta við svipaða klippingu fyrir leikinn gegn Chelsea í Góðgerðaskildinum á seinasta ári.
“Ég mátti ekki hafa hana og ég var hissa því hún leit nett út.”

Það að þessi klipping sé næstum eins og Travis Bickle, hin andlega óstöðugi fyrrum hermaður í mynd Martin Scorsese Taxi Driver virðist vera tilviljun.
“Ég veit ekki hvaðan hugmyndin kom en ég hef séð myndir af Robert De Niro með þessa klippingu og það hafi verið þar sem ég fékk hvatninguna. Ég er bara ég. Sven Göran Eriksson hló að þessu eins og Sir Alex og hinir leikmennirnir. Sven segist ekki trúa hversu mikið mál er gert úr þessu, hann sagði að ef þetta væri hægri fóturinn á mér þá væri það annað mál. Hárið á manni er bara einn af þessu venjulegu hlutum. Enginn er eins og ég og ég er ekki eins og neinn. Victoria elskar það.”

Beckham var svo hrifinn af klippingunni að hann ákvað að Brooklyn, sonur hans skyldi líka fá svona klippingu. Brooklyn sást koma út af veitingastað Jamie Oliver(Naked Chef) með samskonarklippingu. Hann hafði verið út með foreldrum sínum að fagna því að tímabilið er á enda