Jamie Carragher telur að Liverpool hafi nú trú á að þeir geti bundið enda á einokun Manchester United á úrsvalsdeildinni þ.e. þeir hafi vanist á að vinna titla.
Carragher, sem er talinn líklegur til þess að byrja inn á í landsleik Englendinga gegn Mexíkóum á morgun, telur að Liverpool geti velgt liði Sir Alex Ferguson verulega undir uggum í slagnum um meistaratitilinn á næstu leiktíð.

“Getum við keppt við Manchester United á næstu leiktíð? Ég tel að við höfum leikmennina. Reyndar held ég að þeir hafi verið til staðar í nokkur ár en það þarf að læra að vinna andlega. Nú þegar við höfum unnið fyrsta bikarasettið þá eykur það trú okkar á að halda áfram. Ég held að við getum gert það.”