Í kvöld fer fram úrslitaleikurinn í UEFA Champions League, eða Meistaradeildinni eins og keppnin heitir upp á íslenskuna, og við boltaáhugamenn bíðum stífir af spenningi. En fleiri eru sérstaklega spenntir; Adriano Galliani framkvæmdastjóri Milan og Fatih Terim, næsti þjálfari liðsins ætla að koma sér vel fyrir í VIP-stúkunni á Stadio Giuseppe Meazza San Siro í Mílanó og fylgjast vel með þeim tveim leikmönnum sem liðið er hvað spenntast fyrir að kaupa fyrir næsta tímabil: fyrirliða Valencia, Gaizka Mendieta og framherja Bayern München, Giovane Elber. “Va bene” segi ég bara við því að fá þessa tvo til liðsins. Þegar er búið að leggja fram tilboð í Mendieta - Bierhoff + Guglielminpietro + $20 millur. Það væri geðveikur díll fyrir Milan en ólíklegt að Valencia verði sáttir við það. Vonum samt það besta.
Forza Milan og óska ykkur öllum góðs úrslitaleiks í kvöld.